Píeata-samtökin opna á Akureyri 1. júlí

Birgir Örn Steinarsson verður forstöðumaður Píeata á Akureyri.
Birgir Örn Steinarsson verður forstöðumaður Píeata á Akureyri.

Píeta-samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni á Akureyri þann 1. júlí næstkomandi. Í tilefni að opnuninni verður sama dag haldin lítil opnunarhátíð á 2. hæð Pakkhússins við Hafnarstræti 19 frá kl. 17:00 – 19:00. Samtökin munu hefja starfsemi sína í húsnæði Gamla spítalans við Aðalstræti 14, sem er í göngufæri við Pakkhúsið, sama dag.

Píeta samtökin á Íslandi eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða sem starfa eftir hugmyndafræði samnefndra samtaka á Írlandi.

Nýjast