Óskað er eftir tilnefningum á jólatré Húsavíkur
Þetta myndarlega jólatré var valið úr garði á Fossvöllum til að vera jólatré Húsavíkur árið 2018. Mynd/Norðurþing
Hefð er fyrir því að jólatré Húsavíkinga sé fengið úr heimagarði á Húsavík, eins og fram kemur á heimasíðu Norðurþings.
Líkt og í fyrra óskar umhverfisstjóri Norðurþings eftir tilnefningum frá eigendum grenitrjáa á Húsavík sem vilja, eða þurfa að losna við sitt tré. Valið verður úr tilnefndum trjám og um þau kosið hvaða tré fái að vera jólatré Húsavíkur þessi jól.
Sveitarfélagið mun kosta fellingu á trénu sem verður fyrir valinu og frágang þess.