Opnunartímar á Akureyri um jól og áramót

Akureyrarstofa hefur í samstarfi við Upplýsingamiðstöð ferðamála unnið yfirlit um opnunartíma veitingahúsa og gististaða, verslana og ýmissa þjónustufyrirtækja á Akureyri um jól og áramót. Þar er um að ræða gagnlegan lista sem nýtist jafnt gestum bæjarins sem heimamönnum, en reikna má með að eitthvað verði um erlenda ferðamenn í bænum yfir hátíðarnar. Listinn er birtur í heild sinni á heimasíðunni www.visitakureyri.is.  

Flugfélagið Iceland Express verður með beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar um hátíðarnar, bæðin 23. desember og 2. janúar. Mjög vel er bókað í flug frá Kaupmannahöfn til Akureyar fyrir jólin og er um þriðjungur farþega útlendingar. Fáir virðast samt ætla að dvelja á hótelum og gistiheimilum þótt slíkt sé í boði en meira er um bókanir í íbúðum og bústöðum. Einnig má áætla að einhver hluti þessara gesta sé að heimsækja vini og ættingja hér á svæðinu.

Nýjast