Óljóst með áætlunarflug til Húsavíkur
Morgunblaðið segir frá því í morgun að blikur séu á lofti i sambandi við flug milli Húsavíkur og Reykajvíkur en Flugfélagið Ernir hefur frá árinu 2012 flogið á milli sjö ferðir á viku.
Það er ekki nægjanlega mikil sætanýting sem stendur fluginu fyrir þrifum segir í frétt Mbl. Sé reynt að bóka flug á milli í október er það ekki hægt samkvæmt tilraun sem vefurinn gerði í morgun. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar, en félagið hefur liðkað til með flug á milli með þvi að kaupa ákv. miðafjölda af flugfelaginu sem félagsfólk Framasýnar hefur svo getað fengið á góðum kjörum sagði í samtali við vefinn ,, að meðan ekki væri búið að blása flugið af formlega væri það í boði"
Aðalsteinn sagðist eins og aðrir hafa hafa heyrt af málinu en vonaðist til þess að ekki kæmi til þess að að flug legðist af.