Ódýrara og betra fyrir umhverfið

Þórhallur Harðarson framkvæmdastjóri
fjármála og stoðsviða hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands var á…
Þórhallur Harðarson framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands var ánægður með endingu rafhlöðunnar. Mynd á vefsíðu HSN

Liður í því markmiði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN að draga úr losun gróðurhúslofttegunda er að horfa til grænna skrefa við val á bílaleigubílum.

Framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða átti á dögunum leið á Blönduós frá Akureyri, leiðin var ekin á rafmagnsbíl og náðist á einni hleðslu auk þess sem 54 kílómetrar voru eftir af hleðslunni. Þegar komið var til Akureyrar var bílinn settur í hleðslu og var bílstjóri ánægður með endingu á rafhlöðunni þrátt fyrir mótvind og kulda á leiðinni. „Það er ekki einungis umhverfislega hagstætt að velja ramagnsbíl heldur einnig rekstrarlega hagkvæmt þar sem kostnaður við dísel eða bensínbíl hefði verið 6500 til 7500 krónur meira,“ segir á vef HSN

Nýjast