Oddur hetja Akureyringa
13. október, 2012 - 19:30
Oddur Gretarsson var hetja Akureyringa er norðanmenn unnu Íslandsmeistara HK, 22-21, í hörkuleik í Digranesi í dag í N1-deild karla í handknattleik. Oddur skoraði sigurmark leiksins þegar þrjá sekúndur voru eftir en hann var jafnframt markahæstur í liðinu með níu mörk. Geir Guðmundsson skoraði fjögur mörk og þeir Andri Snær Stefánsson og Bergvin Þór Gíslason skoruðu tvö mörk hver. Hjá HK voru þeir Eyþór Magnússon og Bjarki Már Elísson markahæstir með fimm mörk hvor.
Akureyri er á toppi deildarinnar ásamt Haukum með sjö stig en HK hefur fimm stig í þriðja sæti.
Nýjast
-
Tvær nýjar námsleiðir á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri næsta haust.
- 10.03
Næsta haust verður boðið upp á tvær nýjar námsleiðir á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild skólans. Leiðirnar sem um ræðir eru hjúkrun einstaklinga með hjartasjúkdóma og hjúkrun einstaklinga með sykursýki og hefur slíkt sérhæft meistaranám fyrir hjúkrunarfræðinga ekki verið áður á Íslandi. -
Fjármálaleikar grunnskólanna – tekur þinn skóli þátt?
- 10.03
Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. -
Vínbúð lokað í Hólabraut og önnur opnuð við Norðurtorg
- 10.03
Vínbúðinni sem starfað hefur verið Hólabraut á Akureyri var skellt í lás í lok dags á þriðjudag í s.l. viku. Vínbúð var opnuð á nýjum stað við Norðurtorg á miðvikudagsmorgun. -
Að komast frá mömmu og pabba
- 10.03
Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar. En stjórnvöld hafa gripið til aðgerða til að auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á fasteignamarkaðinn. Með réttum úrræðum og stefnu sem miðast við raunveruleika fólks er hægt að brjóta niður þessar hindranir og tryggja að fleiri geti eignast sitt eigið heimili. Úrræðin nýtast okkur þó ekki ef við vitum ekki af þeim. Förum aðeins yfir þau úrræði sem standa okkur til boða í dag: -
Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri
- 10.03
„Það er mikill heiður og ánægja að sýna í Listasafninu á Akureyri. Safninu ber að hrósa fyrir stuðning sinn við ungt listafólk á síðustu árum. Þetta boð hefur verið mér mikill innblástur og hvatning til áframhaldandi starfa innan myndlistarinnar,“ segir Fríða Karlsdóttir en sýning hennar „Ekkert nema mýktin“ hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri frá í haust. Henni lýkur um miðjan mars. -
Optimar og Slippurinn Akureyri efla samstarf sitt
- 10.03
Optimar og Slippurinn Akureyri styrkja tengsl sín með stefnumarkandi samstarfi til að auka samkeppnishæfni og efla stöðu sína bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Þessi samvinna mun skapa ný tækifæri fyrir bæði fyrirtækin og viðskiptavini þeirra. -
Lokaorðið - Fnykur
- 09.03
Fyrir nokkrum árum var haldið í bæjarferð, með leikskólabarn og hormónafylltan ungling í aftursætinu. Ferðin gekk vel framan af, rifrildin í aftursætinu með minna móti og enginn bílveikur. Það er varla hægt að biðja um meira. Á miðri Svalbarðsströndinni fer bílstjórinn (Keli) að skammast yfir ógurlegum fnyk í bílnum. Þetta er nú meiri skítaksturinn alltaf hérna á ströndinni, örugglega nýbúið að bera á kúamykju eða hænsnaskít, eða bara hvort tveggja, þvílíkt og annað eins. Unglingurinn ranghvolfir augunum og frúin hristir hausinn; hvað er maðurinn eiginlega að tala um? Enginn annar í bílnum finnur lyktina. Merkingarþrungin þögn nokkra stund og þegar komið er fram hjá Svalbarðseyri telur bílstjórinn óhætt að opna glugga til að lofta út úr bílnum. -
Angelika Haak fjallar um listsköpun sína
- 09.03
Þriðjudaginn 11. mars kl. 17-17.40 heldur þýska myndlistarkonan Angelika Haak Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Video Art – Video-Portraits. Aðgangur er ókeypis. -
20 ára afmælismót skákfélagsins Goðans 13-16 mars í Skjólbrekku
- 09.03
20 ára afmælismót Skákfélagsins Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 19.00. Motið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir eftir Sviss kerfinu