Oddur hetja Akureyringa

Oddur Gretarsson á skínandi leik í dag.
Oddur Gretarsson á skínandi leik í dag.

Oddur Gretarsson var hetja Akureyringa er norðanmenn unnu Íslandsmeistara HK, 22-21, í hörkuleik í Digranesi í dag í N1-deild karla í handknattleik. Oddur skoraði sigurmark leiksins þegar þrjá sekúndur voru eftir en hann var jafnframt markahæstur í liðinu með níu mörk. Geir Guðmundsson skoraði fjögur mörk og þeir Andri Snær Stefánsson og Bergvin Þór Gíslason skoruðu tvö mörk hver. Hjá HK voru þeir Eyþór Magnússon og Bjarki Már Elísson markahæstir með fimm mörk hvor.

Akureyri er á toppi deildarinnar ásamt Haukum með sjö stig en HK hefur fimm stig í þriðja sæti.

 

 

Nýjast