Nýtt hátæknivinnsluhús Samherja tekið í notkun á Dalvík

Samherji tók í notkun hátæknivinnsluhús á Dalvík í liðinni viku, en um er að ræða eitt fullkomnasta …
Samherji tók í notkun hátæknivinnsluhús á Dalvík í liðinni viku, en um er að ræða eitt fullkomnasta vinnsluhús í bolfiskvinnslu í heiminum.

Samherji tók í notkun hátæknivinnsluhús á Dalvík í liðinni viku, en um er að ræða eitt fullkomnasta vinnsluhús í bolfiskvinnslu í heiminum.  Framkvæmdir og þróun á búnaði í húsinu, sem er 9.000 fermetrar, hafa staðið yfir undanfarin fjögur ár. Um er að ræða meiriháttar fjárfestingu sem mun skipta miklu máli fyrir samfélagið á Dalvík og sjávarútveginn á Íslandi almennt. Heildarfjárfesting nemur um sex milljörðum króna og er um helmingur fjárfestingarinnar vegna tækja og hugbúnaðar.

Tækin í húsinu og hugbúnaðurinn sem stýrir þeim er afrakstur þróunarsamstarfs Samherja og fyrirtækjanna sem framleiddu þau. Í reynd er um að ræða nýjar, sérhæfðar lausnir sem byggja á nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

Aðbúnaður starfsfólk eins og best verður á kosið

„Vinnslubúnaðurinn í þessu húsi er svo til allur nýr. Hönnun og útfærsla á mörgum þáttum starfseminnar eru einnig ný af nálinni. Í þessu húsi erum við að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður enda göngum við lengra í sjálfvirknivæðingu, sem miðar meðal annars að því að létta störf starfsfólks, í nýja húsinu en þekkst hefur í fiskvinnslu. Við hönnun hússins var horft sérstaklega til þess að gera allan aðbúnað starfsfólks eins og best verður á kosið. Í því sambandi má nefna lýsingu og hljóðvist sem er sérstaklega hönnuð með það fyrir augum að auka þægindi,"segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.

Nýjast