30. október - 6. nóember - Tbl 44
Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar
Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Heilu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu, kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast heilbrigði.
Nýr þáttur kemur inn i dag en það Inga Dagný Eydal hjúkrunarfræðingur hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni sem sér um hann . Í þættinum kynnir hún hlustendur fyrir meðferðarnálguninni ACT (Acceptance and commitment therapy). ACT hefur það að markmiði að aðstoða einstaklinga við að tileinka sér sveigjanleika í viðbrögðum við erfiðleikum.
Inga fjallar um núvitund og mikilvægi þess að þjálfa hæfileikann til að taka eftir líðandi stund, taka eftir eigin hugsunum, líðan og að gangast við okkur sjálfum.