Nýr Jökull landaði á Húsavík

Gunnlaugur Karl var að vonum ánægður með nýja skipið. Honum hægri hönd er Þórður Birgisson, skipstjó…
Gunnlaugur Karl var að vonum ánægður með nýja skipið. Honum hægri hönd er Þórður Birgisson, skipstjóri en á vinstri hönd er Sigurjón Sigurbjörnsson, stýrimaður. Mynd/Framsýn.

Á fimmtudag í síðustu viku landaði nýja línu- og netaskip GPG Seafood, Jökull ÞH 299, á Húsavík í fyrsta sinn. Veiðiferðin gekk vel og aflabrögð ágæt.

Jökull var smíðaður í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd hans er 44 metrar og breiddin 10 metrar.

GPG Seafood keypti skipið á síðasta ári og er skipið gert út frá Raufarhöfn.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á skipinu en haft er eftir Gunnlaugi Karli Hreinssyni eiganda GPG í Morgunblaðinu að á síðastliðnu ári hefur verið skipt um aðal­vél og ljósa­vél­ar í skip­inu og ým­is­legt annað sem véla­skipt­un­um fylg­ir. 

Í þessari fyrstu veiðiferð var verið að fínstilla búnað. Frysti­vél­ar eru um borð í Jökli, en fyrst í stað að minnsta kosti verður hrá­efn­is aflað fyr­ir fisk­vinnslu í landi.

/epe

Nýjast