Nýr göngustígur meðfram Hörgárbraut

Mynd/Þorgeir Baldursson.
Mynd/Þorgeir Baldursson.

Framkvæmdir eru hafnar við nýjan göngustíg meðfram Hörgárbraut, frá Hlíðarbraut og suður að Hraunholti. Með þessum nýja tengistíg verður hægt að fara í gegnum bæinn, milli Krossanesborga og Akureyrarflugvallar, svo til beina leið á gangstéttum og stígum, er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Nýi stígurinn verður um 320 metra langur og þriggja metra breiður. Framkvæmdir eru í höndum Nesbræðra og hófust í síðustu viku. Í þessum áfanga felst jarðvegsskipting, að setja ljósastaura og undirstöður fyrir girðingu. Vegna hugsanlegs jarðsigs var ákveðið að malbika og ljúka frágangi sumarið 2021.

Um leið og þessari vinnu lýkur verður hafist handa við nýjan stofnstíg í Sjafnargötu og að mörkum Akureyrarbæjar og Hörgársveitar, tæplega 9 kílómetra leið. Verklok á þessu ári eru áætluð 15. október.

Nýjast