Ný stjórn Húsavíkurstofu kjörin

Frá Aðalfundi Húsavíkurstofu í Hvalasafninu á þriðjudag. Mynd/aðsend
Frá Aðalfundi Húsavíkurstofu í Hvalasafninu á þriðjudag. Mynd/aðsend

Aðalfundur Húsavíkurstofu fór fram í Hvalasafninu  á þriðjudag og var mæting nokkuð góð. Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá og sagði Örlygur Hnefill Örlygsson frá því sem fram undan er varðandi Eurovision safnið og áframhaldandi markaðssetningu tengt keppninni. Húsavíkurstofa hefur verið í góðri samvinnu við hann í þeim störfum. Kosið var í nýja stjórn og var greinilegur áhugi  á að starfa með stofunni. Fráfarandi stjórn óskaði nýrri stjórn velgengis og þakkaði fyrir sig.

Ný Aðalstjórn:

Daniel Annisius – GG Hvalaferðir

Líney Gylfadóttir – Norðursigling

Eva Björk Káradóttir – Hvalasafnið

Kristján Örn Sævarsson – Gamli Baukur

Guðrún Þórhildur Emilsdóttir – Salka

 Benóný Valur Jakobsson og Huld Hafliðadóttir - Norðurþing

Varastjórn:

Hafdís Gunnarsdóttir – Ísfell

Börkur Emilsson – Salka

Ármann Gunnlaugsson - Geosea

Nýjast