20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Ný kjarasamningur sjómanna - ,,Ég er sáttur” segir Trausti Jörundarsson formaður SjóEy
,, Já ég er sáttur með þennan samning og þær breytingar sem gerðar voru. ”
Hverjar eru helstu breytingarnar?
Í nýja samningnum er binditími samningsins styttur verulega eða úr 10 árum í 5 ár. Það felur í sér að sjómenn geta sagt samningnum upp eftir 5 ár og svo aftur eftir 7 ár. Þetta er gundvallarbreyting á samningnum.
Önnur mikilvæg breyting er að grein 1.39 í samningnum hefur verið breytt. Tekið er út að samningsbundinn gerðardómur leysi úr ágreiningi sem komið getur upp milli aðila vegna ákvæðisins. Í staðinn skipa samningsaðilar hlutlausa óvinhalla nefnd sem hefur það hlutverk.
Þá má finna mikilvæga breytingu um ísun yfir kör sem fara í gáma til sölu erlendis og verður sú ísun ekki á hendi skipverja nema í neyðartilvikum, samkvæmt nýjum samningi. Útgerðarmenn eiga að semja við löndunargengi á staðnum um að ísa yfir körin sem fara í gámana, eigi skipverjar frí við löndun skv. kjarasamningi. Ef sjómenn sjá um yfirísun sjálfir í neyðartilfellum fá þeir greidda yfirvinnu fyrir. Þetta atriði er mikilvægt fyrir sjómenn í Eyjafirði þar sem þessi vinna hefur verið á þeirra herðum lengi.
Sjómenn fá 400.000 króna eingreiðslu frá útgerðarfyrirtækjum ef samningur verður samþykktur. Þetta er viðbót frá fyrri samningi sem skiptir máli. Kemur til greiðslu 1. mars 2024.
Desemberuppbót kemur inn í samninginn þann 15. desember 2028. Miðað verður við 160 lögskráningardaga á ári.
Þetta eru helstu breytingarnar á samningnum” sagði Trausti Jörundarsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar.