Norðurorka stefnt að ráðingu forstjóra fyrir páska
Starf forstjóra Norðurorku var auglyst laust til umsóknar í s.l. mánuði og rann frestur til þess að sækja um starfið út þann 30 mars s.l. Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Ólafsdóttur hjá Mögnum sem fer með málið er ráðningarferlið i fullum gangi og ætti því að verða lokið fyrir páska.
Alls bárust 25 umsóknir um stöðuna, Vikublaðið óskaði eftir nafnalista með umsækjendum fyrir helgi og samkvæmt upplýsingalögum hefur Mögnum sjö daga til að upplýsa umsækjendur um beiðnina og vinna listann til birtingar.