13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Norðanhríð í kortunum næstu daga
Veðurstofan varar við slæmu veðri næstu daga og hefur hækkað í appelsínagulaviðvörun vegna norðan hríðar annað kvöld og fram á föstudag á Norðurlandi eystra og Austurland að Glettingi. Talið er líklegt að það verði talsverð úrkoma og að hiti verður rétt nærri fostmarki, þá er líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra og snjókoma ofar en 500 metra.
Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kinda til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.