Nemendur Borgarhólsskóla planta birkiplöntum

Nemendur 1. og 10. bekkjar Borgarhólsskóla leggja sitt á vogarskálarnar í loftslagsmálum. Mynd/Borga…
Nemendur 1. og 10. bekkjar Borgarhólsskóla leggja sitt á vogarskálarnar í loftslagsmálum. Mynd/Borgarhólsskóli

Borgarhólsskóli á Húsavík sótti um í Yrkjusjóði en Yrkja er sjóður æskunnar til ræktunar landsins og úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Skógræktarfélag Íslands heldur utan um sjóðinn. Greint er frá þessu á heimasíðu skólans

„Borgarhólsskói sótti um í sjóðinn síðast fyrir meira en áratug en það er vilji til að koma upp skólaskógi í nágrenni skólans. Svæðið austur af Grundarhól við Strandberg varð fyrir valinu en þangað er stutta að fara,“ segir á vef skólans

Nemendur fyrsta og tíunda bekkjar fóru snemma morguns í liðinni viku og gróðursettu um hundrað plöntur af íslensku birki. Það gekk ljómandi vel þrátt fyrir hráslagalegt veður. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessum skógi vaxa og spretta. Í framtíðinni geta nemendur notið þar útiveru í náttúrunni sem sjálfir sköpuðu.

 

 

Nýjast