Mugison er föstudagsgestur Þekkingarnets Þingeyinga

Tónlistarmaðurinn geðþekki Mugison. Myndin er fengin af heimasíðu Þekkingarnets Þingeyinga.
Tónlistarmaðurinn geðþekki Mugison. Myndin er fengin af heimasíðu Þekkingarnets Þingeyinga.

Þekkingarnet Þingeyinga hefur brugðið á það ráð að bjóða íbúum svæðisins og landsmönnum öllum upp á lifandi streymi listafólks á föstudagsmorgnum á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi til þess að létta fólki lund á þessum undarlegu tímum.

Föstudagsgestur Þekkingarnetsins að þessu sinni er enginn annar en Mugison, en hann er Þingeyingum að góðu kunnur enda stundaði hann nám við Framhaldsskólann að Laugum fyrir örfáum árum.

„Þið munið kannski eftir honum á Laugum, á síðustu öld….. kannski rifjar hann upp tímann, hljómsveitaæfingar í Þróttó, samlokur á sunnudögum, vatnsstríðið á Húsó, hver veit?,“ segir á heimasíðu Þekkingarnetsins

Hægt verður að fylgjast með steyminu á Facebook-síðu Þekkingarnetsins á morgun, föstudag kl 10:00.


 

 

Nýjast