Minnisvarði afhjúpaður á Akureyri
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri afhjúpaði í vikunni minnisvarða um Caroline Rest og Georg Schrader í tilefni 85 ára afmælis félagsins. Minnisvarðinn er við Hótel KEA, einmitt þar sem húsið Caroline Rest stóð á sínum tíma.
Schrader byggði hesthús og gistiheimili á staðnum árið 1913 og nefndi það eftir móður sinni, Caroline Rest. Í húsinu var hægt að hýsa 130 hesta og gistiaðstaðan rúmaði 30 manns. Það var Aldís Björnsdóttir heiðursfélagi Léttis sem afhjúpaði minnisvarðann.
karleskil@vikudagur.is