Milt vetrarveður í dag

Akureyri í morgun/mynd KEP
Akureyri í morgun/mynd KEP

Veðurstofan segir að á Norðurlandi eystra verði suðvestlæg átt í dag og léttskýjað. Síðdegis á að lægja. Í nótt verður austan 3-8 m/sek, en suðlægari og rofar til á morgun. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við sjóinn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, einkum S-til. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og dálítil él, en víða bjartviðri N- og A-lands. Frost 3 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:
Hægir vindar, bjartviðri og talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu S- og V-lands um kvöldið og hlýnar.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir vætusama suðlæga átt, einkum S- og A-lands og hiti yfirleitt ofan frostmarks.

Á sunnudag:
Búast má við suðvestanátt með ofankomu um land allt og kólnandi veðri.

Nýjast