Milt vetrarveður

Glerárþorp í morgun/mynd karl eskil
Glerárþorp í morgun/mynd karl eskil

Í dag verður hæg suðlæg átt á Norðurlandi eystra, 3-8 m/sek, en 5-10 í nótt. Austlægari seint á morgun. Skýjað með köflum eða léttskýjað og yfirleitt þurrt. Frost 3 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 og él en skýjað með köflum fyrir norðan. Gengur í austan hvassviðri seinnipartinn, en norðaustlægari NV-til. Talsverð úrkoma seinnipartinn, einkum SA-til. Hlánar víðast hvar.

Á miðvikudag:
Suðvestan 10-18 m/s, en lægir síðdegis. Éljagangur S- og V-til en léttir til annars staðar. Vægt frost.

Á fimmtudag:
Gengur í norðan hvassviðri eða storm. Snjókoma eða slydda, en úrkomulítið S- og V-lands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Minnkandi norðvestanátt, éljagangur fyrir norðan, en mun hægari breytileg átt og úrkomulítið syðra. Frost um mest allt land.

Á laugardag:
Norðvestlæg átt og éljagangur í flestum landshlutum, einkum NV-til. Hiti svipaður.

Á sunnudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og fremur kalt veður, en vaxandi austanátt með S- og V-til um kvöldið.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast