27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Mikil ánægja félaga i Einingu iðju með þjónustu felagins og félagið yfirleitt.
Í október og nóvembr sl. lét félagið, í samstarfi við AFL starfsgreinafélag, Gallup framkvæma könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna Einingar-Iðju og AFLS starfsgreinafélags. Um er að ræða sambærilega könnun og gerð hefur verið fyrir félögin sl. 12 ár. Niðurstöður lágu fyrir í lok desember og má sjá þær hér. Það er alltaf fróðlegt að bera þær saman við niðurstöður síðustu ára og sjá hvort miklar breytingar hafa átt sér stað.
Mikil ánægja er með þjónustu Einingar-Iðju og félagið sjálft. Um 97% svarenda sögðust vera mjög eða frekar sáttir eða hvorki né er spurt var hvort viðkomandi væri sáttur eða ósáttur við Einingu-Iðju. Rúmlega 96% merktu við ánægður eða hvorki né er spurt var hversu ánægður eða óánægður ertu með þjónustu Einingar-Iðju þegar á heildina væri litið. Þetta eru mjög svo svipaðar niðurstöður og á síðustu árum.
Í könnuninni voru margir þættir kannaðir, m.a. um heildarlaun og dagvinnulaun, vinnutíma, vinnuálag, launaseðla, áherslur félagsins og ýmislegt í starfsumhverfinu.
Könnunin fór þannig fram að 3.000 félagsmenn voru valdir handahófskennt úr félagaskrám þessara tveggja félaga, 1.500 frá hvoru félagi. Það er áríðandi að fá sem nákvæmastar niðurstöður þegar slík könnun er framkvæmd, helst að fá alla til að svara, svo hægt sé að nýta niðurstöðurnar í þágu þekkingar og til hagsbóta fyrir félagsmenn. Þeirra upplýsingar skipta miklu máli!
Það er heimasíða Einingar-Iðju sem greinir frá þessu.