Matgæðingur vikunnar: Bláberjavöfflur og himneskir kleinuhringir

Sigríður Ýr.
Sigríður Ýr.

Ég er mikill matgæðingur og elska að borða og útbúa góðan mat,“ segir Sigríður Ýr Unnarsdóttir sem sér um matarhornið þessa vikuna. „Undanfarið hef ég þó verið að halda mig við ansi einfalda matreiðslu þar sem ég er að vinna mikið, hjá Slökkviliðinu á daginn og er með SUP ferðir á kvöldin. Ég borða því mest í vinnunni og nota frekar lausar stundir um helgar til þess að útbúa eitthvað gott með kaffinu. Það kemur til helst af tvennu, bæði því að bakaríis- og kaffihúsaferðum hefur fækkað síðustu misseri sem og því að úrvalið af sætabrauði án dýraafurða er ekki mikið svo það hvetur mann áfram til að búa til sitt eigið gotterí þegar manni langar í eitthvað sætt. Ég hef verið án dýraafurða í nokkur ár og þrátt fyrir að töluverð aukning sé í framboði af vegan matvælum virðumst við sætabrauðsgrísirnir hafa gleymst svolítið. Svo þá er ekkert annað í boði en að útbúa sitt egið sætabrauð. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af tveim af uppáhalds sætindunum mínum, fljótlegum bláberjavöfflum annars vegar og svo himneskum kleinuhringjum. Þessar uppskriftir eiga það báðar sameginlegt að vera vegan en hafa þó slegið í gegn, bæði hjá þeim sem eru vegan og líka þeim sem eru það ekki, svo ég skora á ykkur að gefa þessu séns."

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast