Matargjafir Akureyri og nágrenni - söfnuðu 7 milljónum og náðu að aðstoða rúmlega 200 fjölskyldur
Sigrún Steinarsdóttir sem fer fyrir Matargjöfum Akureyri og nágrennis segir frá þvi í fæslu á Facebooksíðu átaksins að 7 miljónir hafi safnast og rúmlega 200 manns hafi þegið aðstoð. Þessi fjöldi er svipaður og var í fyrra.
Færsla Sigrúnar var annars svona:
,,Fjöldi fjölskyldna sem fékk aðstoð frá ykkur yndislega fólk var svipað og í fyrra eða rúmlega 200 fjölskyldur. Meðal fjárhæð á fjölskyldu utan við mat, skógjafir og jólagjafir var 35þ sem gera ríflega 7 milljónir sem ykkur tókst að safna.
Það eru mörg börn og fullorðnir sem munu eiga gleðileg jól vegna ykkar. Takk innilega fyrir að aðstoða okkur þessi 11. jól þið eruð yndisleg.
Jólakveðja Sigrún og sjálfboðaliðar."