13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Margt framundan á Græna hattinum
Tónleikar eru hafnir á ný á Græna hattinum á Akureyri með fjöldatakmörkunum þó og fyrstir koma fyrstir fá þegar kemur að miðum. Í kvöld, fimmtudagskvöld verður tónlistarhátíðin Hauststilla. Síðastliðin ár hefur margt ungt og efnilegt tónlistarfólk komið fram á sjónarsviðið á Akureyri og í nágrenni og er markmið tónlistarhátíðarinnar Hauststillu að hjálpa þessu fólki að koma sér á framfæri og gefa því tækifæri til að viðra sína frumsömdu tónlist.
Áhersla er lögð á góða stemmingu í notalegu umhverfi þar sem áhorfendum er boðið að njóta alls þess nýjasta sem er að gerast í grasrótartónlistarmenningunni. Vegna aðstæðna eru aðeins 90 miðar í boði. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Á föstudagskvöldinu 4. September stígur Killer Queen á stokk á Græna og mega bara vera 100 manns í salnum þannig að fyrstir koma fyrstir fá. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
Á laugardagskvöldinu 5. september leika stuðpinnarnir Pétur Jesú, Matti Matt, Einar Þôr og Magni ó́skalög fyrir þá fáu útvöldu gesti Gæna hattsins sem ná í miða á laugardaginn. Skemmtunin hefst kl. 21.00.