Mannlífið fyrir neðan bakka á Húsavík: Myndasyrpa

Það er stöðugur straumur fólks á hafnarsvæðinu á Húsavík og öll bílastæði full. Myndirnar eru teknar…
Það er stöðugur straumur fólks á hafnarsvæðinu á Húsavík og öll bílastæði full. Myndirnar eru teknar laust eftir hádegið og var mannlífið síst minna en á sama tíma um Mærudagshelgina. Myndir/epe

Húsvíkingar hafa notið besta sumars í manna minnum en hitinn hefur varla farið niður fyrir 20 gráður síðan í byrjun júlí. Dagurinn i dag er þar engin undantekning og á meðan blíðunnar nýtur blómstar mannlífið sem aldrei fyrr. 

Blaðamaður fór í smá göngutúr niður fyrir bakka og festi mannlífið á myndir  sem sjá má hér að neðan. Myndirnar má sjá stærri með því að smella á þær.


 

Vetingastaðir hafa notið góðs af veðurblíðunni undanfarnar vikur og þar er fullt út úr dyrum nánast alla daga vikunnar

Mannlíf

 


 

Mannlíf

 


 

Það er ekki bara mannlíf á bryggjunni á Húsvík því þar iðar allt af hundalífi einnig.

Mannlíf

 


 

 

Þegar erfitt er að komast að á veitingastöðunum er þjóðráð að taka með sér nesti og tilla sér á grjótgarðinn. Lifa og njóta.

Mannlíf

 


 

Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja hafa í nógu að snúast þessa daganna og bjóða upp á fjölbreytt úrval skemmtiferða. Stefán Guðmundsson sagðist vera afar ánægður með sumarið en bátar hans stoppa varla nema yfir blánóttina. Hann var að undirbúa Aþenu fyrir Flateyjarsiglingu þegar blaðamaður hitti á hann. 

Mannlíf


 

Það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem nýta þjónustu hvalaskoðunarfyrirtækjanna. Þessi glæsilegi hópur var að koma og sjóstangveiðiferð með Aþenu við Lundey. Ferðin var liður í steggjun þess sem mundar aflann í poka fyrir ljósmyndara. Í baksýn má sjá Sverri Yngva Karlsson, skipstjóra sem er að þrífa og gera klárt fyrir næstu siglingu; til Flateyjar. Hann sagði að það hafi verið mokafli og allir glaðir.

Mannlíf

 


 

Það mátti sjá hvalaskoðunarbát við hvalaskoðunarbát, fulla af ánægðum ferðamönnum þesssa stuttu stund sem blaðamaður staldraði við á bryggjunni. Sannkölluð gósentíð ferðaþjónustunnar, ekki veitir af á þessum undarlegu tímum.

Mannlíf


 

Blaðamaður leit einnig við hjá eldhressum Kaðlínkonum, þeim Ásdísi Kjartans og Höllu Haralds sem stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Þær sögðu að sumarið sé búið að vera mjög gjöfult. Mikil umferð inn um dyrnar í Naustagarði og góð sala. Það skal tekið fram að þær tóku grímurnar bara niður eitt augnablik fyrir myndatöku og fjarlægðartakmörk voru virt á meðan.

Kaðlín

 


 

Hvalasafnið var fullt út úr dyrum þegar blaðamann bar þar að garði, og sagði starfsfólk safnsins að þannig væri það búið að vera upp á síðkastið.

Mannlíf

Nýjast