Mannleg mistök ollu tímabundnum reykjarmekki frá kísilverinu á Bakka

Eins og sjá má lagði talsverðan reyk frá Verksmiðjunni. Ástandið varði í um það bil 10 mínútur. Mynd…
Eins og sjá má lagði talsverðan reyk frá Verksmiðjunni. Ástandið varði í um það bil 10 mínútur. Mynd/epe

Húsvíkingar hafa eflaust orðið varir við mikinn svartan reyk frá kíslveri PCC á Bakka laust fyrir klukkan 14 í dag. Samkvæmst upplýsingum frá fyrirtækinu sló afsogskerfi ofns númer 2 út vegna mannlegra mistaka. Í kjölfarið hafi neyðarskorsteinar opnast í nokkrar mínútur, því hafi talsverðan reyk lagt frá verksmiðjunni en það varði aðeins í nokkrar mínútur.  

„Tekið skal fram að ekki er um bilun að ræða, ofnarnir eru stöðugir og afsogskerfið í lagi,“ segir í tilkynningu frá PCC.

Nýjast