Lykkjuföll og skuggadans

 Á morgun, laugardag,  opnar listakonan Garún  sýningu sína LYKKJUFÖLL OG SKUGGADANS í Mjólkurbúðinni  í listagilinu á Akureyri. Á sýningunni eru verk unninn með blandaðri tækni þar sem vírinn fær hlutverk bleksins í skyssugerð. Hugmyndin var að hrávinna verkin en að leyfa skuggunum sem varpast frá verkinu að fullskapa myndina. Eldri verk fá að fljóta með og eru þau einnig unnin með blandaðri tækni, sem og nokkrir “furðufuglar” búnir til úr rekaviði.

 

Sýningin stendur til 17.nóvember og eru allir velkomnir.

 

Nýjast