Lögregla lýsir eftir manni
Lýst er eftir Alfreð Erlingi Þórðarsyni, 45 ára sem talið er að hafi ekið til Reykjavíkur síðastliðna nótt.
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Alfreð Erlingi Þórðarsyni. Talið er að hann sé á bifreiðinni FA-319, Toyota Rav 4, grárri að lit. Bifreiðin er ekki í hans eigu en talið er að hann hafi farið frá Akureyri á bifreiðinni, áleiðis suður á fjórða tímanum í nótt.
Alfreð er 45 ára gamall, um 176 cm á hæð, skolhærður með sítt að aftan. Alfreð er líklega klæddur í bláan jakka, bláa peysu með rauðu í og talinn vera í svörtum gallabuxum.
Ef fólk hefur upplýsingar um ferðir Alfreðs er það beðið um að hafa samband við lögreglu í síma 112 og óska eftir sambandi við varðstjóra á Akureyri. Þetta kemur fram á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi.