13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
LMA frumsýnir Útfjör í Samkomuhúsinu
Sjötugasta árlega sýning Leikfélags Menntaskólans á Akureyri verður frumsýnd í dag, laugardaginn 9. mars. Sýningin ber heitið Útfjör og fjallar um hina lesbísku Alison Bechdel á þremur aldursskeiðum í lífi hennar. Alison nútímans hefur gerst teiknimyndasöguhöfundur og lítur aftur á æsku sína. Útfararstofa föður hennar og unglingsár í Oberlyn-Háskólanum er meðal þess sem kemur við sögu og veitir nýja sýn á líf hennar.
Í Útfjöri segir Alison Bechdel á skemmtilegan og kaldhæðnislegan hátt frá lífsreynslu sinni, fyrstu ástinni, fjölskyldudeilum og hvernig ekkert var eðlilegra en að leika sér í líkkistum. Útfjör var upprunalega sýnt á Broadway og vann í framhaldi af því fimm Tony-verðlaun, en þetta er fyrsta Broadway sýningin sem hefur samkynhneigða aðalpersónu. Leikritið, sem er eftir Lisu Kron og Jeanine Tesori, er byggt á teiknimyndasögu eftir Alison Bechdel sjálfa.
Sýningu LMA er leikstýrt af Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur sem sjálf var eitt sinn nemandi við Menntaskólann á Akureyri. Tónlist er flutt á sviði af stórsveit skipaðri nemendum skólans, en alls koma um 70 nemendur að sýningunni með ýmsum hætti, hvort sem það er í leikmynd, hár og förðun, búningahönnun eða á sviði. Miðasala er hafin á Mak.is og verða sýningarnar alls sjö talsins.