13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Ljóðabók frá Hildi Eir
Séra Hildur Eir Bolladóttir hefur sent frá sér bókina Líkn, sem er hennar fyrsta ljóðabók. Forlagið stendur að útgáfu bókarinnar. Í tilkynningu segir að Hildur sé Íslendingum að góðu kunn fyrir einlægar, hispurslausar og kjarnyrtar predikanir og pistla um málefni líðandi stundar. Hún hefur áður gefið út bókina Hugrekki – sögu af kvíða sem þótti einlæg og fyndin þrátt fyrir erfitt viðfangsefni.
„Hér yrkir Hildur Eir um söknuð og trega og þá hreinsun sem á sér stað í kjölfarið. Hildi er einkar lagið að fjalla um erfiðar tilfinningar á hispurslausan hátt og það sem helst líknar mannssálinni,“ segir um bókina Líkn.