Listaverkið Edda komin á sinn stað við Sólgarð

Kirkjukór Grundarsóknar söng við vígslu verksins  Mynd Hulda Magnea Jónsdóttir
Kirkjukór Grundarsóknar söng við vígslu verksins Mynd Hulda Magnea Jónsdóttir

Listaverkinu Eddu, eftir Beate Stormo, hefur verið komið fyrir á framtíðarstað sínum á hól skammt norðan við Sólgarð. Eyfirðingar efndu til athafnar um liðna helgi af því tilefni. Edda sem er nýtt kennileiti Eyjafjarðarsveitar sómir sér vel í námunda við Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem þar er til húsa.

Verkið hefur verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og hafa margir lagt sitt af mörkum til að það geti orðið að veruleika. Má þar helst nefna Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sem átti frumkvæðið á verkefninu, sá um val á listamanni og stóð að fjáröflun verkefnisins. 

Göngustígur og falleg brú úr íslenskum við hefur verið komið fyrir á svæðinu ásamt því að nánasta umhverfi hefur verið snyrt.

Nýjast