Líflegur íbúafundur um lóð við Viðjulund

Breyting á deiliskipulagi gerir ráð fyrir að gamla húsið við Lund verði rifið og þess í stað verði b…
Breyting á deiliskipulagi gerir ráð fyrir að gamla húsið við Lund verði rifið og þess í stað verði byggð tvö stakstæð fjölbýlishús, fimm og sjö hæðir.

Skipulagsdeild Akureyrarbæjar stóð á dögunum fyrir íbúafundi þar sem kynntar voru tillögur að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina við Viðjulund 1.

Þar stendur til að rífa gamla húsið, Lund og byggja á svæðinu þess í stað tvö stakstæð fjölbýlishús, annað fimm hæðir og hitt  sjö hæðir. Að auki verður hálfniðurgrafin bílakjallari með 36 bílstæðum og 30 á þaki byggingarinnar. Innakstur í bílakjallara yrði frá Skógarlundi að austan og inn á þak frá Furulundi að vestan.

Fundurinn var afar vel sóttur og sköpuðust þar líflegar umræður um deiluskipulag fyrir lóðina að Viðjulundi 1. Tillögurnar eru í auglýsingu til 2. október nk. og gefst íbúum og hagsmunaaðilum kostur á að koma með athugasemdir innan þess tíma.

Nýjast