Léttur matur í aðdraganda jóla
Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir hefur umsjón með Matarhorni vikunnar. Þórgunnur hefur verið skólastjóri Borgarhólsskóla á Húsavík síðan árið 2010 en var áður skólastjóri á Ólafsfirði. „Ég hef starfað sem skólastjóri í 20 ár og finnst það alltaf jafngaman. Ég er áhugamanneskja um mat og áhrif hans á lífsgæðin okkar. Það skiptir ótrúlega miklu hvað við setjum ofan í okkur og ekki hentar það sama öllum. Ég hef líka mjög gaman af því að prófa nýjar mataruppskriftir eða leika af fingrum fram í eldhúsinu. Stórfjölskyldan gefur manni líka tækifæri til þess þar sem fjölbreytni í óþoli og ofnæmi er þó nokkur hjá nokkrum fjölskyldumeðlimum. Það má segja að áramótaatriðið með jólaboðinu hafi verið innlit í jólaboð heima hjá mér. Ég hef verið spurð að því hvort ég eldi aldrei sama matinn tvisvar. Vissulega geri ég það. Þar sem jólamaturinn fer að detta inn með öllu tilheyrandi ætla ég að minna á „léttan“ mat fyrir kroppinn,“ segir Þórgunnur en hún er matgæðingur vikunnar.