Lengsta rennibraut landsins verður í Sundlaug Akureyrar
Þrjú tilboð bárust í nýjar rennibrautir í Sundlaug Akureyrar og vill íþróttaráð bæjarins að tekið verði tilboði sem hljóðar upp á nærri 100 milljónir króna, en alls bárust þrjú tilboð.
Um er að ræða þrjár rennibrautir, tvær stórar og barnabraut. Stærsta rennibrautin í tilboðinu sem íþróttaráð vill taka, er 105 metra löng. Það er því næsta víst að á næsta ári verður sett upp lengsta rennibraut landsins, en um 40 sekúndur tekur að renna sér niður brautina.
Rennibrautin sem nú er til staðar var sett upp í maí árið 1994 og er orðin erfið í viðhaldi.