Langþráð grenndarstöð sett upp á Húsavík

Grenndarstöðin er við Tún á Húsavík. Mynd/Norðurþing.
Grenndarstöðin er við Tún á Húsavík. Mynd/Norðurþing.

Sett hefur verið upp grenndarstöð á Húsavík til söfnunar á málmi, gleri og textíl en grenndarstöðin er staðsett við Tún. Þetta kemur fram á vef Norðurþings. 

þar segir að flokkum sem skila má í grendarstöðina séu málmar þ.e.  litlir og hreinir málmhlutir eins og niðursuðudósir, krukkulok og sprittkertakoppar.
Gler:  Hrein ílát og flöskur úr gleri. Tappar og krukkulok mega ekki fara með gleri heldur skal flokka með plasti og málmi eftir sem við á.
Textíll: Allur textíll eins og fatnaður, lín og efnisbútar en tunnur eru væntanlegar fyrir þann flokk

Öðrum flokkum á að skila á móttökustöðvar. 

Nýjast