L-listinn hefur treyst á Guð og lukkuna

Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Guðmundur Baldvin Guðmundsson

"Allt frá því ég tók sæti í bæjarstjórn hef ég bent á að rekstur A-hlutans sé afar viðkvæmur og mikilvægt sé að forgangsraða og bæta afkomu hans.  Einsdæmi er að rekstur A-hluta hjá Akureyrarbæ sé neikvæður tvö ár í röð og nú rær meirihlutinn lífróður til þess að koma í veg fyrir taprekstur þriðja ársins.  Því miður hefur L-listinn svolítið treyst á Guð og lukkuna í rekstrinum, engar stefnubreytingar hafa verið gerðar á kjörtímabilinu þrátt fyrir hreinan meirihluta listans og nú eru menn komnir upp að vegg," segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri. Hann skrifar grein í prentútgáfu Vikudags um hugsanlega sölu á fráveitu bæjarins. Grein Guðmundar er  HÉR

 

 

 

Nýjast