27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Kvennalið Skautafélags Akureyrar Íslandsmeistarar í íshokky
Kvennalið SA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratiltinn i íshokky þegar liðið lagði Fjölniskonur 1-0 i framlengdum leik í Skautahöllinni á Akureyri.
Það var Ragnhildur Kjartansdóttir sem skoraði markið mikilvæga á 62 mín. leiksins. Alls þurfti að sigra i þremur leikjum í úrslitum til þess að verða meistarar og SA konur gerðu sér lítið fyrir og unnu þrjá leiki án þess að andstæðingar þeirra næðum einu sigri.
Þetta mun vera tuttugasti og fyrsti Íslandsmeistaratitill SA kvenna, glæsilegur árangur það.
Eins og kunnugt er tryggði karlalið SA sér Íslandsmeistaratilinn á dögunum svo rík ástæða er til þess að óska skautafólki innilega til hamingju með frábæran vetur.