Kona fannst látin í Glerá

Lögreglan á Akureyri ásamt Slökkviliði Akureyrar og Björgunarsveitinni Súlur hófu leit að konu á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynnt hafði verið um að hennar væri saknað. Bíll hennar fannst nokkru ofan við Akureyri nálægt Glerá og konan sömmu síðar látin í ánni. Ekki er vitað um nánari tildrög en áin rennur þarna í gljúfrum og getur verið varasamt að fara þarna um.

Nýjast