„Klúður fyrri ríkisstjórnar,“ segir Höskuldur Þór

Efnislager Vaðlaheiðarganga er að fyllast/mynd karl eskil
Efnislager Vaðlaheiðarganga er að fyllast/mynd karl eskil

“Þetta kemur okkur verulega á óvart og við þurfum hugsanlega að grípa til einhverra ráðstafana í kjölfarið. Efnislager okkar fyllist fljótlega, enda stóð til að efni í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli færi frá okkur á fyrri hluta næsta árs,” segir Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Samkvæmt útboðsgögnum vegna gerðar ganganna er gert ráð fyrir að ISAVIA fái um 200 þúsund rúmmetra af efni úr gögunum vegna gerðar nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli.

Flughlað ekki á samgönguáætlun

Innanríkisráðuneytið segir í svari til blaðsins að stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli sé ekki á samgönguáætlun næstu ára og því sjái ráðuneytið ekki fram á að geta tekið við efninu sökum kostnaðar.

Klúður

Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi segir að fyrri ríkisstjórn hafi greinilega klúðrað málinu, þrátt fyrir góðan vilja á sínum tíma. „Ég mun leggja til að í fjárlögum næsta árs verði gert ráð fyrir fjárveitingu, þannig að hægt verði að taka á móti efni í flughlað og geyma efnið þar til ráðist verður í gerð nýs flughlaðs.

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast