Kjarnavegur lokaður vegna endurbóta
Miklar framkvæmdir standa nú yfir við lagfæringar á Kjarnavegi við Kjarnaskóg og er veginum lokað milli gróðrarstöðva og bílaplansins við Kjarnakot á meðan á þeim stendur. Ekki er hjáleið við vinnusvæðið og er gestum sem njóta vilja útivistarsvæðisins í Kjarna bent á að fara Eyjafjarðarbraut vestri (flugvallarmegin). Þeir sem eiga erindi í gróðrarstöðina fara Naustahverfisleiðina.
Reikna má með að þessar framkvæmdir standi yfir fram yfir páska. Með þeim er verið að betrumbæta veginnn á svæðinu en eins fólk sem um hann fer hefur tekið eftir hefur ástandið ekki verð merkilegt s.l ár og etv með versta móti á ár.
Framkvæmdum lýkur svo með þvi að það verður malbikuð en þó líklega ekki fyrr en í júni. Einnig verður þetta tækifæri notað til þess að leggja 250 metra langan göngustíg meðfram veginum til þess að bæta öryggi hjólandi og gangandi vegfarenda sem um svæðið fara.