Keðjur og stólpar gegn glæfraakstri

Stjórn Menntaskólans á Akureyri hefur brugðið á það ráð að koma fyrir keðjum og stólpum á bílastæði skólans austan við Þórunnastræti til að sporna við ónæði vegna spólandi bíla á kvöldin og um nætur Akureyrarbær krafði skólann um úrbætur vegna fjölda kvartana frá fólki.

„Við reynum að leysa þetta mál í sátt og samlyndi,“ segir Jón Már Héðinsson skólameistari við MA. „Við settum keðjurnar og stólpana upp fyrir tveimur vikum og ætlum að sjá hverju það skilar. Við höfum prófað aðrar leiðir eins og að setja blómabeð og annað slíkt á svæðið en því hefur bara verið mokað burt á veturna. Ef þetta gengur ekki þurfum við að finna aðrar leiðir í samvinnu við bæinn og þá sem eiga húsnæði skólans. En leiðin væri sú að loka þessu bílastæði en vonandi kemur ekki til þess.“

Nýjast