KEA styrkir hjálparstarf á Eyjafjarðarsvæðinu
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti í vikunni samstarfsaðilum hjálparstarfs á Eyjafjarðarsvæðinu, 700 þúsund króna peningagjöf. Gjöfin er ætluð til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.
Fjögur samtök standa að Jólaaðstoðinni, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauða krossinn.
Sigurveig Bergsteinsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar og Hafsteinn Jakobsson fulltrúi Rauða krossins veittu gjöfinni viðtöku og sögðu að framlag KEA kæmi að góðum notum. Framlag KEA skiptir miklu máli og við erum einstaklega þakklát fyrir velvilja félagsins í okkar garð á undanförnum árum, félagið hefur verið okkar helsti bakhjarl.