Kallar eftir skýringum á ríflega 100 milljóna króna skrifstofukostnaði Orkuveitunnar
- Bergur Elías Ágústsson stjórnarmaður veltir fyrir sér hvort draga hefði mátt úr þessum kostnaði ef þjónustan hefði verið keypt af þriðja aðila
Á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór fyrir skemmstu var farið yfir ársreikning félagsins fyrir 2020 og var hann samþykktur. Bergur Elías Ágústsson varaformaður stjórnar lét þó bóka fyrirvara við undirskrift sína.
„Ástæða þess er að ekki hefur verið skýrt, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, ákveðna kostnaðarlið í ársreikningi félagsins. Fyrir það fyrsta hefur verið óskað eftir skýringu sem og kostnaðargreiningu á skrifstofukostnaði að upphæð 109.828.441 krónum á árinu. Í öðru lagi hefur komið fram að Orkuveita Húsavíkur hef greitt og eignfært hlutdeild A hluta í framkvæmdum fyrir um 16.000.000 krónur.,“ segir m.a. í bókun Bergs.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og fulltrúi Norðurþings á aðalfundinum segi í samtali við Vikublaðið að þessar upphæðir snúi að þjónustusamningi á milli Norðurþings og Orkuveitunnar. „Þetta er samningur um þjónustu sem Norðurþing veitir Orkuveitunni. Þetta er fyrst og fre
Hvað varðar greiðslu í framkvæmdum í A hluta segir Helena að það snúi að gerð göngustígsins á Stangarbakka. „Hluti framkvæmdarinnar snýr að uppgjöri á því verki.“mst skrifstofuþjónusta, innheimta og annað slíkt. Þetta er það verð sem Orkuveitan er að greiða fyrir þessa þjónustu,“ segir Helena og bætir við að samningurinn hafi áður verið til umfjöllunar í byggðarráði. „Þá var samningurinn endurskoðaður í heild sinni og hann er enn í fullu gildi. Norðurþing er líka að hýsa framkvæmdastjóra Orkuveitunnar. Inn í þessum tölum gæti líka verið ef starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi unnið einhver verk fyrir Orkuveituna.“
Ekki fengið neinar skýringar
Í samtali við Vikublaðið á mánudagskvöld sagðist Bergur ekki hafa fengið neinar frekari skýringar á þessum upphæðum. „Þegar verið er að reka fyrirtæki þá er það bara þannig það verður að vera ljóst hvaða kostnaður fellur hvar og þá þarf að liggja fyrir hvað er verið að kaupa. Þá ber að kaupa þessa þjónustu á sambærilegum kjörum eins og um viðskipti á milli ótengdra aðila væri að ræða,“ segir Bergur og vísar til reglugerðar um milliverðlagningu. „Maður gerir ekki bara samning án þess að skilgreina þær upphæðir og þá þjónustu sem ætlað er að selja eða kaupa. Það er bara það sem ég er að óska eftir; að menn sýni fram á hvaða kostnaður þetta er. Það verður að vera skýrt, allra vegna. Hvaða þjónustu einn er að selja og hvaða þjónustu annar er að kaupa, bæði hvað varðar magn og verð,“ segir Bergur og bætir við hann ætlist bara til þess að hlutirnir séu unnir á faglegan hátt. Í bókun sinni segir hann að færa megi fyrir því rök að sveitarsjóður (A hluti) sé að sækja óskilgreint fé í B hluta félag (OH) án þess að skýrar upplýsingar um kostnað liggi fyrir.
„Orkuveitan gæti hugsanlega fengið þessa þjónustu ódýrari frá þriðja aðila eða framkvæmt hana sjálf. Sé það staðan, ber stjórn að hugsa um hag félagsins,“ segir Bergur og bætir við: „Spurningin sem þarf að svara er, hvort Orkuveitan vangreiðir, greiðir rétta upphæð eða ofgreiðir fyrir þjónustu A-hluta og hver sinnir kostnaðareftirliti félagsins.“