Jólasveinar einn og fleiri hafa yfirtekið söfnin

Hefðbundnu sveinarnir eftir myndum Tryggva Magnússonar sem komu út í  bókinni Jólin koma ásamt ljóðu…
Hefðbundnu sveinarnir eftir myndum Tryggva Magnússonar sem komu út í bókinni Jólin koma ásamt ljóðum Jóhannesar úr Kötlum koma við sögu á jólasýningunni. Mynd/Hörður Geirsson

Þeir eru bæði kunnuglegir og framandi jólasveinarnir sem birtast gestum á jólasýningu Minjasafnsins á Akureyri, Jólasveinar einn og fleiri. Sýningin var opnuð, fimmtudaginn 25. Nóvember og stendur til 9. janúar. Jólasýningin er opin almennum gestum daglega frá 13-16.

Haraldur Þór Egilsson safnstjóri á Minjasafninu segir að birtist á sýningunni hinir

hefðbundnu sveinar eftir myndum Tryggva Magnússonar sem komu út í  bókinni Jólin koma ásamt ljóðum Jóhannesar úr Kötlum. Rétthafar Tryggva veittu safninu góðfúslegt leyfi til að nota myndir hans á sýningunni og mynda þær umgjörð hennar ásamt munum sem tengjast jólasveinunum.

Í spor jólasveinanna

Hann segir að ýmsir gripir verði til að handleika vel sprittuðum höndum. Þannig er hægt að setja sig í spor jólasveina og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Einnig að er að stinga höfði í skyrtunnu og eflaust mun mörgum þykja það spennandi. Þá eru alvöru jólasveinabúningar á safninu og leyfilegt að máta. „Og svo er aldrei að vita nema í ljós komi að ver af jólasveinunum var sterkastur,“ segir Haraldur.

Hins vegar fá minna þekktu sveinarnir og sveinkurnar líka sitt rými á sýningunni. Haraldur segir  ástæðulaust að rífast um hvort jólasveinarnir séu 9 eða 13 því jólasveinanöfnin fylla næstum 9. tuginn.  Listakonan Ingibjörg H. Ágústsdóttir hefur myndgert fjóra af þessum ókunnu jólasveinum og sveinkum og birtast fleiri á næsta árum. Þeir sem frumsýndir eru nú eru Lungnaslettir, Flotsokka, Flórsleikir og Svellabrjótur.

Heimili Grýlu og Leppalúða til sýnis

Það er heldur ekki á hverjum degi sem fjöll eru færð í hús. Listamaðurinn Þórarinn Blöndal var fenginn til að gera heimili Grýlu, Leppalúða og jólasveinanna og er hægt að skyggnast inn í fjallið og sjá hvernig jólasveinarnir búa. „Kannski hefur þeim fjölgað milli ára því það hafa bæst við herbergi í fjallinu,“ segir Haraldur.

Hann segir að sýningin sé liður í fræðslustarfi safnsins en þar hefur jóladagskráin leikið stórt hlutverk áratugum saman. Leik- og grunnskólabörn fá að kynnast jólahaldi áður fyrr og þeim siðum sem fylgdu jólunum. Þannig verður jólatrjám gerð sérstök skil í Nonnahúsi og myrkrinu í Minjasafnskirkjunni.

/MÞÞ

Nýjast