Jól alla daga í fjósinu og fjárhúsinu
Hann hefur hlotið nafnið Gullmoli, sem er vel við hæfi, segir Helgi Steinsson bóndi á Syðri- Bægisá í Hörgársveit. Gullmoli er stigahæsti lambhrúturinn í Eyjafirði, samkvæmt skýrslu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Það er nauðsynlegt að standa sem best að ræktunarmálum og við höfum reynt eftir bestu getu að gera það, segir Helgi Steinsson bóndi á Syðri-Bægisá.
Aukatugga
Nei, við erum ekki með jólaljós í fjárhúsinu eða fjósinu, en utandyra eru húsin hins vegar vel skreytt. Á aðfangadagskvöld og jóladag reynum við að gera heldur betur við bústofninn, hérna er fóðrað vel alla daga, þannig að segja má að hér séu jól alla daga, segir Helgi Steinsson.
karleskil@vikudagur.is