Islandia - jak z bajki -

Janina R. Szymkiewicz
Janina R. Szymkiewicz

Pólski rithöfundurinn Janina R. Szymkiewicz býr og starfar á Akureyri. Hefur flakkað víða um heiminn, þar sem hún starfaði í áratugi á fraktskipum. Síðustu fimm árin hefur hún búið á Íslandi, fyrsti dvalarstaðurinn var Vestmannaeyjar. Síðan lá leiðin til Dalvíkur og þaðan til Akureyrar. Fyrsta bók hennar leit dagsins ljós fyrr á árinu. Þetta er eins konar leiðsögn um Ísland og og heitir á frummálinu Islandia jak z bajki, eða Ísland – ævintýrasaga.

„Bókin fjallar um elskendur sem koma til Íslands af persónulegum ástæðum í þeim tilgangi að byrja hérna nýtt líf. Parið fer í ferðalag um landið og hittir meðal annars sveitafólk og forfeður þess. Í hinu fagra og rómantíska umhverfi landsins er víða hægt að rekast á hundufólk, álfa og jafnvel tröll. Í bókinni tek ég líka dæmi úr þjóðsögum, norrænni goðafræði og þeim draumaheimi sem parið dreymir um. Á Íslandi er nefnilega hægt að upplifa eitthvað einstakt, sem í flestum tilvikum getur auðgað tilveruna með hinu óvenjulega og verðmæta.“

Eyjafjörður

„Okkur líður afskaplega vel í Eyjafirðinum. Hérna er náttúran einstök og fólkið er vingjarnlegt. Íslenskan mín er orðin ágæt, þannig að ég get með auðveldum hætti tjáð mig hvar sem er. Íslenskan er vissulega nokkuð strembin, en það er reyndar mitt móðurmál líka. Ég er þegar farin að huga að annarri bók og hver veit nema Eyjafjörður komi við sögu í þeirri bók,“ segir pólski rithöfundurinn Janina R. Szymkiewicz, sem búsett er á Akureyri.

NÁNAR Í PRENTÚTGÁFU VIKUDAGS Á MORGUN

karleskil@vikudagur.is

Nýjast