13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Íbúðakjarni fyrir fatlaða tilbúinn 1. desember
Áætlað er að nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða við Stóragarð á Húsavík verði tilbúinn 1.desember næst komandi. Um er að ræða íbúðakjarna með sex íbúðum auk sameiginlegs rýmis og starfsmannaaðstöðu. Samskonar verkefni hefur áður verið unnið hjá Hafnafjarðabæ.
Það er Trésmiðjan Rein sem er aðalverktaki framkvæmdanna fyrir Norðurþing en Ragnar Hermannsson verkefnastjóri sagði í samtali við Vikublaðið að framkvæmdir hefjist upp úr páskum. Fyrsta skóflustungan var tekin síðasta sumar og nýverið var lægsta tilboði tekið í gatnaframkvæmdir við að tengja kjarnann Stóragarði.
Marzenna K. Cybulska, verkefnastjóri búsetu sagði í samtali við Vikublaðið að hér sé um mjög þarft verkefni að ræða og hefur íbúðunum nú þegar verið ráðstafað.
„Verktakar okkar voru að bjóða okkur að klára þetta í september en við vildum hafa aðeins rýmri tíma og það er stefnt á að íbúðirnar verði klárar 1. desember. Íbúar sem hafa fengið íbúðum úthlutað geta þá flutt inn,“ segir Marzenna.
Þá segir Marzenna að séraðstaða verði fyrir starfsfólk, með baðherbergi, sjúkraborði og öllu sem til þurfi sem til þurfi.
„Hver og ein íbúð er innréttuð með það í huga að íbúar öðlist sjálfstæði með sér eldunar og salernisaðstöðu en einnig er möguleiki á að íbúar komi saman í sameiginlegum rýmum ásamt starfsfólki.“