Húsnæðið bjóði upp á möguleika á að sameina leik- og grunnskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fór yfir húsnæðismál skólanna. Mynd úr Eyjafjarðarsveit. Margrét Þó…
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fór yfir húsnæðismál skólanna. Mynd úr Eyjafjarðarsveit. Margrét Þóra

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fór yfir húsnæðismál grunn- og leikskóla á fyrsta fundi sínum eftir sumarleyfi þar sem  lagaðar voru fram teikningar sem OG Arkitektar hafa unnið eftir að tekið hefur verið tillit til athugasemda og ábendinga sem bárust á íbúafundi í júní síðastliðnum.

Sveitarstjórn leggur áherslu á nokkur atriði þegar að húsnæðismálum skólanna kemur. Eitt er að leikskólinn komist í nýtt húsnæði sem uppfylli allar kröfur fyrir slíka starfsemi. Þá er lögð áhersla á að grunnskólanum sé gert kleift að hætta bóknámskennslu í kjallara íþróttahúss, flytja bókasafn úr kjallara og að mögulegt sé að flytja frístund í nýtt húsnæði.

Eins er áhersla á að nýtt húsnæði bjóði upp á möguleika á sameiningu skólanna tveggja og skapi þannig hagræðingu í rekstri eftir því sem unnt er. Sveitarstjórn leggur loks áherslu á að hönnun bygginga og svæðis taki mið af því að skólaumhverfi , íþróttamiðstöð og önnur þjónustu á svæðinu geti vaxið og dafnaða með auknum íbúafjölda og nýjum áherslum í framtíðinni.

 

Nýjast