Húsavík á enn möguleika á Óskarsverðlaunum
Lag tónskáldsins Atla Örvarssonar, Husavik, úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga á möguleika á því að verða tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta lagið. Þetta varð ljóst í vikunni eftir að listi fyrir mögulegar tilnefningar fyrir verðlaunin í nokkrum flokkum var birtur, þar á meðal fyrir besta lagið.
Landkynning Húsavíkur vegna Eurovision myndarinnar virðist því hvergi nærri lokið enda er undirbúningur fyrir stofnun Eurovision safns í bænum langt á veg kominn.
/epe