Húni II frestar fræðsluferðum vegna kórónuveirufaraldursins
Vegna kórónuveirufaraldursins hafa Hollvinir Húna II og fræðslusvið Akureyrarbæjar komist að samkomulagi um að fresta árlegum veiði og fræðsluferðum með nemendur sjötta bekkjar sem nefnast, Frá öngli í maga, en ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda og vera fræðandi fyrir börnin.
Sagt er frá þessu á heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar. Ferðirnar verða að öllum líkindum farnar á vordögum. Sjávarútvegsfræðingur hefur verið með í ferðunum með fræðsluefni, einnig fá nemendur með sér bækling um helstu fisktegundir við landið.