Húni II frestar fræðsluferðum vegna kórónuveirufaraldursins

Húni II. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Húni II. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Vegna kórónuveirufaraldursins hafa Hollvinir Húna II og fræðslusvið Akureyrarbæjar komist að samkomulagi um að fresta árlegum veiði og fræðsluferðum með nemendur sjötta bekkjar sem nefnast, Frá öngli í maga, en ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda og vera fræðandi fyrir börnin. 

Sagt er frá þessu á heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar.  Ferðirnar verða að öllum líkindum farnar á vordögum. Sjávarútvegsfræðingur hefur verið með í ferðunum með fræðsluefni, einnig fá nemendur með sér bækling um helstu fisktegundir við landið.

Nýjast