20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Hugleiðsla sem snýst um að ná tökum á hugsunum“
Katrín Kristjánsdóttir nemur myndlist við Listaháskóla Íslands, hún opnar einkasýningu í dag. Aðsend mynd.
Katrín Kristjánsdóttir er 28 ára myndlistarkona frá Húsavík. Hún er í dag búsett í Reykjavík hvar hún leggur stund á myndlistarnám við Listaháskóla Íslands. Katrín heldur í dag sína fyrstu einkasýningu í Listaháskólanum, sýningin opnar klukkan 17 og er liður í BA námi Katrínar.
Skarpur tók Katrínu tali og spurði hvað hún væri að fást við í list sinni og hvað framtíðin bæri í skauti sér.
„Mér finnst á erfiðum stundum hausinn minn vera einn hrærigrautur. Ég hef engan veginn stjórn á honum og veit í rauninni ekkert hvað ég á að gera. Ég verð föst," segir Katrín m.a. í ítarlegu viðtali í prentútgáfu Skarps sem kemur út í dag.
- Skarpur, 10. nóvember.